Tvær með kartöflum og dísætur desert

Hannes og Þorbjörg voru matgæðingar Feykis í 30. tbl. 2012.
Hannes og Þorbjörg voru matgæðingar Feykis í 30. tbl. 2012.

Þorbjörg Valdimarsdóttir og Hannes Þór Pétursson bændur í Helguhvammi í Miðfirði, Húnaþingi vestra, voru matgæðingar vikunnar í 30. tbl Feykis árið 2012. Þau buðu upp á tvær uppskriftir með kartöflum og dísætan eftirrétt.

„Við erum aldrei með forrétt og sjaldan með eftirrétti. Við getum ekki sagt að okkur finnist skemmtilegt elda en það skýr verkaskipting á milli okkar í eldhúsinu. Þorbjörgu finnst reyndar mjög gaman að baka. Við ákváðum að gefa ykkur tvær uppskriftir með kartöflum og ein dísæt uppskrift af Skyrmarens.," sögðu þau Þorbjörg og Hannes Þór.

 Réttur 1

Kartöflusalat (hentar bæði sem létt máltíð eða sem meðlæti með kjöti)

  • ½ kg kartöflur
  • 5 stk hvítlauksrif
  • fersk timjan, nokkrar greinar
  • 3 msk ólífuolía
  • ½  dl sítrónusafi
  • ½ dl appelsínusafi
  • Smá salt og pipar
  • 1 stk rauðlaukur
  • 2 græn epli
  • 10 stk kapersber (má sleppa)
  • ½ dl sólblómafræ

Aðferð:

Setjið bökunarpappír í ofnskúffu, skerið kartöflurnar í hæfilega stóra munnbita og setjið í ofnskúffuna. Saxið hvítlaukinn smátt og dreifið yfir ásamt timjan, ólífuolíu, sítrónu- og appelsínusafa, smá salti og pipar. Ristið sólblómafræin. Afhýðið rauðlaukinn og skerið í þunnar sneiðar. Skerið eplin í hæfilega munnbita.

Þegar kartöflurnar eru tilbúnar þá blandið þið öllu saman í skál. Skvettið yfir salatið smá ólífuolíu, sítrónusafa og smá salt og pipar.

 Réttur 2

Kartöflumauksúpa

  •  1 kg kartöflur
  • 1 púrra
  • 1 ½ l kálfakjötssoð
  • 1 dl rjómi
  • 50 gr smjör
  • nautakjötskraftur
  • 100 gr beikon

 Aðferð:

Kartöflurnar og púrran eru soðin í soðinu í um 30 mín og síðan veidd upp úr soðinu og maukuð í mixara. Síðan sett aftur út í soðið í um 20 mínútur með beikoninu. Bætt með rjóma og smjöri.

Eftirréttur

Skyrmarens

  •  2 marensbotnar
  • 5-6 stk mars súkkulaði
  • 2 plötur suðusúkkulaði
  • ½ l rjómi
  • ½ l vanilluskyr
  • ½ poki hrískúlur
  • Ávextir/ ber að eigin vali (Tilvalið að skreppa á berjamó og týna ber.)

Aðferð:

Brjótið marensinn niður í fat. Skerið mars og suðusúkkulaði gróft niður. Þeytið rjómann og hrærið að því loknu vanilluskyrinu saman við rjómann. Blandið súkkulaðinu og rjómaskyrblöndunni saman  og hellið yfir marensinn. Dreifið ávöxtum og hrískúlum yfir.

Verði ykkur að góðu!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir