Rabb-a-babb 106: Helga Stefanía

Nafn: Helga Stefanía Magnúsdóttir.
Árgangur: 1959.
Fjölskylduhagir: Sambýlismaður, tvær dætur, hundur og köttur.
Búseta: Í Melahverfinu í Hvalfjarðarsveit.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er alin upp á Ránarstígnum, dóttir Magnúsar Jónassonar (Dadda) og Þóreyjar Guðmundsdóttur.
Starf / nám: Kennari í Borgarnesi,
Hvað er í deiglunni:  Halda áfram að njóta hvers dags og hafa gaman af því sem ég geri.

 Hvernig nemandi varstu?  Fyrirmyndarnemandi, svolítið hrekkjótt reyndar.

 Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Þegar nágrannakona mín til margra ára rak á eftir mér þegar leið á daginn að fara nú að opna fermingargjafirnar.  Hún hjálpaði líka óbeðin til við það verkefni. Svo barðist ég líka við hláturskast í kirkjunni ef ég man rétt.

 Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?  Flugfreyja.

 Hvað hræðistu mest? Að missa þá sem mér þykir vænst um.

 Besti ilmurinn? Lyktin þegar rjúpur eru eldaðar á aðfangadag

 Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Tel fullvíst að það hafi verið Uriah Heep.

 Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? July Morning, held bara að það sé ekki til kareókíútgáfa af því.

 Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Dönskum framhaldsþáttum.

 Besta bíómyndin? Djöflaeyjan, þar eru óborganleg atriði.

 Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Steina Þórs, skólabróður og afreksgolfara.

 Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Hengja út á snúru.

 Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Humarsúpan á aðfangadagskvöld.

 Hættulegasta helgarnammið? Súkkulaðirúsínur.

 Hvernig er eggið best? Ofan á brauð

 Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Get verið fjandi værukær.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Tillitsleysi og dónaskapur.

 Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  “Kleppur er víða” (úr Englum alheimsins).

Hver er elsta minningin sem þú átt? Að spila við ömmu Stefaníu ég stóð varla út úr hnefa en hún gaf ekkert eftir , þoldi ekki að tapa .

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Andrés önd

 Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Finnst ekki eftirsóknarvert að vera fræg.

 Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Get ekki gert upp á milli Börs Börsonar og góða dátans, þessar bækur eru skyldulesning.

 Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Tja!

 Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Það veit ég ekki.

 Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu?  Þætti gaman að fara aftur til seinni hluta 19. aldar og upplifa það að vera „Vesturfari“.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Á ferð og flugi.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu…Eitthvert þar sem veðrið er hlýtt og gott

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Góða bók, helst þykka, kaffi og krossgátublað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir