rabb-a-babb 21: Harpa Kristins

Nafn:  Svanhildur Harpa Kristinsdóttir.
Árgangur:  1969.
Fjölskylduhagir: Í sambúð með Þorgilsi Heiðari Pálssyni og eigum við fjögur börn. Fanney Birta 8 ára, Sólrún Björg 12 ára, Birgir Ingvar 17 ára og Jóhannes Veigar 18 ára.
Starf / nám: Starfa sem stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Hofsóss. Starfið fellst 
aðallega í að veita  Birni Björnssyni andlegan stuðning.

Hestöfl: Gordon Strachan 4.vetra og Toyota Corolla árgerð 97.
Hvað er í deiglunni:  Ég er búin að vera frekar lítið heima hjá mér undanfarna 2 mánuði, þar sem ég hef verið að æfa og leika í leikritinu Góðverkin kalla. Síðustu sýningar eru núna á sumardaginn fyrsta og næsta föstudag. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími og hópurinn sem kemur að þessu leikriti er frábær,ekki spillir fyrir að leikritið hefur fengið mjög góða dóma. En þetta er orðið gott í bili hvað leiklistina varðar og komin tími til að fara sinna öðrum áhugamálum og ekki síst  vera með fjölskyldunni.

Hvernig hefurðu það? 
Jú jú.....fínt. Takk.
Hvernig nemandi varstu? 
Úpps... spyrjið Pál Dagbjartsson.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Það var sett sú stærsta nellika sem ég hef séð í hárið á mér og var ég farin að halla undir flatt er líða tók á daginn.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Fornleifafræðingur.
Hvað hræðistu mest?  
Að þurfa leggja skóna á hilluna (fótboltaskóna).
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Fyrsta platan var  Boy með U2, síðan hafa U2 drengirnir fylgt mér æ síðan, enda eru þeir bestir - ásamt Madonnu.
Hvaða lag ertu líklegust til að syngja í Kareókí?  
Lög frá 80´s tímabilinu steinliggja.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?
Sjónvarp hvað er nú það? Fyrir löngu horfði ég á Jack Frost og Nip Tuck
Besta bíómyndin? 
80´s tímabilið er ógleymnlegt , Desperatly Seeking Susan er ein af þessum perlum, enda lék sjálf Madonna í henni.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow?
Ekki spurning, Bruce Willis.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann?  
Freyju lakkrísdraumur.
Hvað er í morgunmatinn? 
Hnausþykkt kaffi að hætti Eiríks húsvarðar
Uppáhalds málsháttur? 
Betra er að fara á kostum en taugum.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Kolbeinn Kafteinn
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?
Allt verður að snilldarverki hjá mér, bara misjafnlega mikið.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Stefnuskrá Vinstri grænna.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...beint til Egyptlands að skoða Svingsinn og pýramídana.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Kæruleysi.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra?
Nöldur og barlómur.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Arsenal, Dennis Bergkamp er langflottastur.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
GíslaEinars fréttamanni, hann er með þann fallegasta limaburð sem ég hef séð á fótboltavelli, fast eftir honum koma Óslandsbræður.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Ég er mikið fyrir ljósadýrð og glamúr því vel ég Diskó friskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Nelson Mandela.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Vasaljós, sængina mína og vasahníf.
Hvað er best í heimi? 
Fjölskyldan mín og amma Hilla.
Hvað er skagfirskt? Vera á hestbaki á fagri sumarnótt  og horfa á sólarlagið er ólýsanlegt.  Ekki má gleyma heimareyktu hangikjötinu frá Brekkukoti, það er sko Skagfirskt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir