rabb-a-babb 70: Gunni Gests

Nafn: Gunnar Þór Gestsson.
Árgangur: 1971.
Fjölskylduhagir: Giftur Guðnýju, eigum þrjár dætur.
Starf / nám: Þróunarstjóri hjá Skýrr / Háskólapróf í hagfræði.

Bifreið: Honda CRV.
Hestöfl: Stundum nóg.
Hvað er í deiglunni: Ferming !

Hvernig hefurðu það? 
Ótrúlega gott.
Hvernig nemandi varstu?
 Allt frá því að vera yndislegur í að vera óþolandi.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum?
 Þessi líka fínu hljómtæki sem fylgdu mér í mörg ár, eðal Pioneer samstæða.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
 Það man ég ekki maður.
Hvað hræðistu mest?
 Að geta ekki gert það sem mig langar að gera.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Welcome to the Pleasuredome með Frankie Goes to Hollywood.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? 
Fjallavatnið og þá helst með Bigga Rafns.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Match of the Day á BBC, en ég sleppi alveg fréttunum.
Besta bíómyndin?
 Forrest Gump (1994), algerlega yndisleg.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? 
Willis og Jolie = harkan sex.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Orka og súkkulaði, klassískt saman.
Hvað er í morgunmatinn? 
Grautur, Cheerios eða jafnvel bæði.
Uppáhalds málsháttur? 
Fjarlægðin gerir fjöllin blá og langt til Húsavíkur.  En þá var gott að eiga góðan bíl...
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín?
 Calvin og Hobbes, sé sjálfan mig stundum í honum.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Eggjakaka, og þá bara vegna þess að Guðný lætur vera að gera eggjakökur.
Hver er uppáhalds bókin þín?
 Núna er það ?Law of One?, tek dellur með trompi þegar þær detta inn.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 Páskaeyja, reyndar ekki viss um að það sé flugvöllur þar.  Kannski þarf maður að hoppa út líka.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?
 Kækir, stefnan á að fjarlægja þá einn í einu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Virðingarleysi við allt og alla.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Arsenal. Óli Arnar sagði mér það þegar við vorum saman á Wembley.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? 
Róbert Óttars, bæði íþróttamaður og dómari.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó?
 Búðardalurinn, hitt er orðið þreytt.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Albert Einstein, grunnurinn að því hvar við erum í dag.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?
Verkfæratöskuna mína, Kappgallann og mynd af fjölskyldunni.
Hvað er best í heimi? 
Thule?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir