rabb-a-babb 75: Emma Björns

Nafn: Emma Sif Björnsdóttir.
Árgangur: 1977 - uppáhaldsárgangurinn úr Gagganum!!
Fjölskylduhagir: Bý með Bjarka Má Árnasyni og eigum saman Björn Jökul.
Búseta: Hofsós City.
Hverra manna ertu: Ég er dóttir Birnu Guðjónsdóttur og Björns Björnssonar.

Starf / nám: Grunnskólakennari.
Bifreið: Ford Focus 2003.
Hestöfl: Það sem dugar (eða ekki) til að komast út úr sköflunum á Hofsósi.
Hvað er í deiglunni: Það gerist svo margt á Hofsósi að erfitt er að koma því öllu að...

Hvernig hefurðu það? 
Ég hef það fínt, þakka þér fyrir.
Hvernig nemandi varstu? 
Ekki góð spurning fyrir kennara... Bíb...
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? 
Að bíða eftir því hver myndi hrasa á leið upp til séra Hjálmars.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? 
Ætlaði alltaf að verða tannlæknir..... er enn að lifa drauminn.
Hvað hræðistu mest? 
Fugla, þeir hræða mig óheyrilega.. -Veit ekki hvort Hitchcock á sök á þessu.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? 
Klárlega Ekki er á allt kosið með Ný dönsk og svo þær sem á eftir komu með hljómsveitinni.
Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Eitthvað sem Þóra dansdrottning fengi mig til að taka með sér og Gunnsa og Alfa vinkonur mínar væru  í bakröddum.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? 
Æi einhverjum ógurlegum dramaþáttum, svona eins og Aðþrengdum eiginkonum og þess háttar sjónvarpsefni.
Besta bíómyndin? 
Er svona aulahúmors aðdáandi, So I Married an Axe Murderer, Robin Hood: Men in Tights og Ace Ventura klikkar aldrei.
Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? 
Spila fótbolta!!!!  Ha ha ha...
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? 
Sjálfsagt uppvaskið!!!
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? 
Playmo þessa dagana af því að ég held að sonurinn eigi ekki nóg af dóti. Stór misskilningur!
Hvað er í morgunmatinn? 
Cheerios.
Uppáhalds málsháttur? 
Allt sem vinur minn Karl Emil Pálmason spinnur upp úr sér.
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? 
Johnny Bravo er snillingur.
Hver er uppáhalds bókin þín? 
Ég á mér nú ekki uppáhalds bók en Gunnhildur vinkona mín er að kynna mig fyrir heimsbókmenntunum og er ég með í láni hjá henni Alkemistann sem er á náttborðinu núna.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... 
...til Ítalíu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? 
Allt of margt.. en helst þegar  ég nenni ekki að hringja í fólk... Er allt of löt við það.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Óheiðarleiki og sýndarmennska.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? 
Liverpool.... af því að þeir eru bestir!
Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? 
Jan Koller og Peter Crouch.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? 
Disko Friskó...Glimrandi lag.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? 
Persónur, það myndu vera pabbi minn og mamma ?þau eru frábær.
Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? 
Myndi nú endast stutt... Svo ég tæki bát með, vistir og nákvæma lýsingu á hvernig ég kæmist heim.. Ratvísi er ekki mín sterkasta hlið.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? 
Hef ekki hugmynd...

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir