2. flokkur Tindastóls/Hvatar náði ekki að færa sig upp um deild
Í sumar hefur gengi 2. flokks Tindastóls/Hvatar verið framúrskarandi gott og liðið leikið vel en þeir koma taplausir undan sumrinu. Sitja þeir á toppi C1deildar með 24 stig eftir sjö sigurleiki og 3 jafnteflisleiki.
Liðið spilaði tvo umspilsleiki við Aftureldingu/Hvíta en sigurvegari þeirra tryggir sér sæti í efri deild. Fór fyrri leikurinn fram á Sauðárkróki 10. september þar sem gestirnir sigruðu 2-1en seinni leikurinn fór fram í gær í Mosfellsbæ en sá endaði með jafntefli og því situr Tindastóll/Hvöt eftir með sárt ennið.
Gengi liðsins hefur verið gott í sumar þar sem það hefur unnið sjö leiki og gert 3 jafntefli, skorað 30 mörk en fengið á sig 7.
Markahæstur í deildinni og þá í liðinu varð Hilmar Þór Kárason með 9 mörk en einnig voru þeir Gunnar Stefán Pétursson og Ingvi Rafn Ingvason drjúgir í markaskoruninni. Gunnar setti boltann alls 7 sinnum æí markið en Ingvi í 6 skipti.