26.116 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga

Alls voru 231.145 manns skráðir í Þjóðkirkjuna þann 1. janúar síðastliðinn skv. skráningu Þjóðskrár Íslands. Næst kemur Kaþólska kirkjan með 14.634 einstaklinga og Fríkirkjan í Reykjavík með 10.006 meðlimi. Mest fjölgaði í Kaþólsku kirkjunni eða um 80 manns í desember mánuði. 

Alls voru 26.116 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. janúar sl. og fjölgaði þeim um 93 frá 1. desember sl. Í Ásatrúarfélaginu fjölgaði um 41 á milli mánaða en mesta fækkun var í Zuism eða um 43.

Fjölgun var mest í siðmennt eða um 655 manns á árstímabili 1. desember 2018 til 1. desember 2019 og um 620 í Kaþólsku kirkjunni meðan fækkaði um 1.518 manns í þjóðkirkjunni.

Hlutfallslega fjölgaði mest í Ananda Marga eða um 80% á milli ára, voru fimm talsins þann 1. des. 2018 en voru komnir upp í níu 1. des. sl. Næstir komu Félag Tíbet búddista með 64,7% fjölgun, fóru úr 17 í 28 manns.

Á heimasíðu Þjóðskrár má finna töflu yfir fjölda skráðra eftir trú- og lífsskoðunarfélög þann 1. janúar sl.  og samanburð við tölur frá 1. desember 2018 og 2019. Sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir