3. flokkur kvenna í áskriftasöfnun

Feykir hefur komist að samkomulagi við Tindastólsstúlkurnar í 3. flokki kvenna þess efnis að þær munu á næstu tveimur vikum ganga í hús á Sauðárkróki og bjóða áskrift að Feyki.

Áskriftasöfnunin er fjáröflun hjá stelpunum sem á komandi sumri fara í fótboltaferð til Svíþjóðar. Þær munu hafa meðferðis áskriftasamninga sem fylla þarf út og skrifa undir. Viku síðar og framvegis mun Feykir síðan bíða nýs áskrifanda í forstofunni að loknum vinnudegi á fimmtudögum.

-Til þess að unnt sé að reka öflugan fréttamiðil í heimabyggð er nauðsynlegt að hafa þéttan hóp áskrifenda og því leitum við ávallt leiða til þess að bæta í hóp okkar fjölmörgu tryggu áskrifenda, segir ritstjóri Feykis.

Fleiri fréttir