Ætluðu að fá sér Gott í gogginn
Það er alkunna að vagga hestamennskunnar stendur í Skagafirði. Þar huga menn að hestum sem tómstundagamni en einnig hagnýtu gildi þeirra. Þannig er það algeng sjón að sjá hesta á beit á opnum svæðum í kaupstaðnum Sauðárkróki. Þessir tveir létu sér þó ekki nægja hólf sem þeim var úthlutað við Hegrabrautina, heldur brugðu sér yfir á næstu lóð. Ef til vill hafa þeir ágirnst hádegismatinn hjá veitingaþjónustunni Gott í gogginn sem er þar til húsa.
Ekki varð þeim þó kápan úr því klæðinu, þar sem eigandinn brást skjótt við og handsamaði þá.
