Af hverju lætur hún mamma svona?
FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúkra og annarra skyldra sjúkdóma, heldur opinn fræðslu- og upplýsingafund um heilabilun á Mælifelli kl. 17 í dag. Formaður FAAS, María Th. Jónsdóttir, kynnir starfsemi félagsins og Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS, heldur fræðsluerindi sem hún kallar -Af hverju lætur hún mamma svona.
Í erindinu fjallar Svava um heilabilunarsjúkdóma, einkenni þeirra og hvernig unnt er að halda góðum og gefandi samskiptum við fólk með heilabilun.
Eitt af markmiðum FAAS er að efla fræðslu- og upplýsingastarf á landsbyggðinni og er fundurinn á Króknum í dag þáttur í því. Stefnt er að stofnun aðildardeildar í Skagafirði og verður sú hugmynd kynnt á fundinum. Áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um málefni fólks með heilabilun.