Afhentu sveitarfélaginu afgang söfnunarfjár
Áhugahópur um að reisa minnisvarða um ferjumanninn við vesturós Héraðsvatna afhenti á dögunum sveitarfélaginu Skagafirði eftirstöðvar söfnunarfjár að upphæð 830.472 krónur en verkefnið er af hendi hópsins fullklárað og frágengið.
Fylgdi fénu ósk um að það nýttist m.a. til að viðhalda umhverfi minnisvarðans, sem var gefinn sveitarfélaginu árið 2009 við afhjúpun hans.
Byggðarráð þakkar þeim félögum fyrir framtakið og þrautseigjuna við verkefnið.