Áframhaldandi áætlunarflugi um Sauðárkrók fagnað

Mikill fögnuður ríkir í Skagafirði eftir að ljóst varð að flug til Sauðárkróks héldi áfram eftir áramótin en óttast var að það legðist af með tilkomu Héðinsfjarðaganga þar sem Siglfirðingar myndu sækja flug til Akureyrar. Sveitarstjórn Svf. Skagafjarðar sendi frá sér ályktun þar sem þessum málalyktum er fagnað.

Ályktun Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hljóðar svo: 

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar samkomulagi sem gert er fyrir tilstuðlan samgönguráðherra við flugfélagið Erni um áframhaldandi flug til Sauðárkróks. Með því er komið í veg fyrir að flug leggist af frá áramótum eins og áður hafði verið boðað. Flug um Sauðárkrók gegnir þýðingarmiklu hlutverki fyrir skagfirskt samfélag og atvinnulíf og nú gefst tækifæri til að treysta grunn þess enn frekar.

Fleiri fréttir