Alhvít jörð hjá gangnamönnum á Haukgilsheiði

Svona var staðan við Álkuskála í morgun er gangnamenn vöknuðu í dagrenningu. Mynd: Jón Gíslason.
Svona var staðan við Álkuskála í morgun er gangnamenn vöknuðu í dagrenningu. Mynd: Jón Gíslason.

Það hefur verið heldur hryssingslegt veðrið síðasta sólarhringinn á Norðurlandi, norðan garri og beljandi rigning á láglendi en snjókoma til fjalla. Heldur er að draga úr atganginum og má búast við því að gula veðurviðvörunin sem Veðurstofan gaf fyrir Norðurland falli úr gildi um hádegið. Smalar hafa gengið á heiðum Norðurlands vestra þessa viku og birti Jón Gíslason, bóndi á Hofi í Vatnsdal, mynd frá Álkuskála í morgunsárið en þá var alhvít jörð. Álkuskáli tilheyrir Haukgilsheiði, er fram með ánni Álku sem sameinast svo Vatnsdalsá niðri í Vatnsdal.

Að sögn Jóns er veðrið að skána og birtir óðum upp. „Hér er allt hvítt. Það hefur gengið illa sem ekkert að smala í tvo daga en við komum vonandi til réttar á sunnudag,“ sagði Jón er Feykir innti eftir ástandinu.

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Facebook síðu Jóns í smalamennsku vikunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir