Amoníaksleki hjá Fisk Seafood
Allt tiltækt slökkvilið brunavarna Skagafjarðar var nú rétt í þessu kallað út að höfuðstöðvum Fisk Seafood á Sauðárkróki vegna amoníaksleka. Að sögn Vernharðs Guðnasonar, slökkviliðsstjóra, var lekinn minniháttar og hefur tók slökkviliði ekki nema nokkrar mínútur að skrúfa fyrir lekann og er slökkviliðið nú að yfirgefa vettvang.
Engum varð meint af en nokkrir voru enn við vinnu og þurftu þeir að yfirgefa húsið.
Nærliggjandi hús voru ekki talin í hættu þar sem vindátt er sterk og segir Vernharð að við þær aðstæður nánast gufi mengunin upp.