Árleg Friðarganga Árskóla á föstudaginn

Það er ævinlega hátíðar- og gleðibragur yfir Friðargöngu Árskóla. MYND AF FEYKIR.IS
Það er ævinlega hátíðar- og gleðibragur yfir Friðargöngu Árskóla. MYND AF FEYKIR.IS

Föstudaginn 28. nóvember verður hin árlega friðarganga á Sauðárkróki þar sem kveikt verður á krossinum á Nöfunum. Lagt verður af stað kl. 8:30 frá Árskóla. „Það er mikilvægt á þessum tímum að staldra við og sýna með samstöðu ósk um frið hjá öllum. Við hvetjum foreldra og aðra bæjarbúa til að taka þátt í þessum táknræna og hátíðlega viðburði með okkur,“ segir í tilkynningu frá Árskóla

Eftir friðargönguna er boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans.

Foreldrar, bæjarbúar og aðrir velunnarar eru velkomnir!

Fleiri fréttir