Árskólanemendur á hestanámskeiði á Hólum

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal.

Þessa dagana eru 13 nemendur  9. bekkjar á fjögurra daga hestanámskeiði á Hólum í Hjaltadal. Hestanámskeiðið er valgrein hjá nemendum og er samstarfsverkefni Árskóla og Hólaskóla.

 

 

 

 

Námskeiðið er liður í æfingakennslu 1. árs nemenda á Hrossabraut Hólaskóla þar sem nemendur fá tækifæri til að æfa sig í að kenna byrjendum og/eða aðeins vönum hestamennsku. Kennd eru bæði bókleg og verkleg atriði sem tengjast hestum, hestahaldi og því að vera góður hestamaður.

Fleiri fréttir