Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til breytingu á skyldum þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar leggur til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu og kveðið er á um í sjöttu grein, verði felld niður.

Ennfremur leggur nefndin til að orðalagi í sömu grein verði breytt þannig að þar sé talað um að landa viðkomandi afla til vinnslu innan sama sveitarfélags. Ennfremur er lagt til að skylt verði að landa afla í því byggðarlagi/stöðum sem honum er úthlutað til innan sveitarfélagsins

Byggðakvótinn var tekinn fyrir á fundi nefndarinnar í gær en sveitarfélaginu var af ráðuneyti gefinn kostur á að koma með tillögur að sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun.

Til fundarins komu útgerðarmenn á Hofsósi við viðræðna um nýtingu byggðakvóta fyrir Hofsós sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað.

Fleiri fréttir