Bátaeigendur vilja láta færa gönguhlið
Á 103. fundi umhverfis- og samgöngunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar var lögð fram beiðni frá smábátaeigendum við svokallaðan öldubrjót, eða stærstu smábátabryggjuna, þess efnis að gönguhlið á landgangi yrði fært upp á steypta landfestu til að bæta aðgengi um bryggjuna.
Sviðsstjóra var flaið að fá tilboð í verkið frá söluaðila flotbryggja. Tilboð hafði borist þegar síðasti fundur umhverfis- og samgöngunefndar var haldinn, þann 6. febrúar síðast liðinn, og leggur nefndin til að leitað verði tilboða hjá fleiri aðilum.
