Benjamín formaður 10. bekkjarráðs
Undir lok síðustu viku var komið í 10. bekkjar ráð í Árskóla en hlutverk ráðsins er að halda utan um fjáröflun bekkjarins í vetur og skipuleggja starfið. Talið er vera mikill heiður að komast í ráðið en eftir æsispennandi keppni var það Benjamín Baldursson sem var kjörinn formaður.
Aðrir í stjórn eru ; Marta Laufey Árdal, Guðrún Ósk Jónsdóttir og Dagbjört Aðalsteinsdóttir