Bílum fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan átta í kvöld

Skjáskot af vef Veðurstofunnar.
Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Bílum verður fylgt yfir Holtavörðuheiði til klukkan 20 í kvöld, eftir því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Eftir það verður lokað í kvöld og nótt og staðan endurmetin í fyrramálið.

Vegurinn um Vatnsskarð er nú opinn en þar er hálka og skafrenningur. Þverárfjallsvegur er lokaður og einnig Öxnadalsheiði og vegurinn úr Fljótum til Siglufjarðar. Þæfingur er milli Hofsóss og Ketiláss.

Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir á Facebooksíðu sinni á veðuraðvörun frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fyrir morgundaginn, fimmtudaginn 9. janúar, þar sem vakin er athygli á gulri veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurlandi vestra á bilinu frá klukkan fjögur í nótt til klukkan þrjú á morgun. Gert er ráð fyrir suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni verður, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir