Bílvelta í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
08.01.2016
kl. 18.01
Fólksbifreið lenti utan vegar í Norðurárdal, vestan megin við Öxnadalsheiðina, um hádegisbilið í gær. Fjórir voru í bifreiðinni, allt erlendir ferðamenn. Mbl.is greinir frá.
Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Samkvæmt heimildum mbl.is er bifreiðin hins vegar illa farin og ólíklegt að hún verði tekin í gagnið á nýjan leik.
