Björt nótt með Hreindísi nýtur vinsælda

Hreindís Ylva Garðarsdóttir hin Skagfirsk ættaða söngkona syngur lag Geirmundar  Valtýssonar Björt nótt sem nýverið kom út á diski. Lagið hefur fengið mjög góðar viðtökur og er nú eitt af 20 mest spiluðu lögum á Rás Tvö.

Vinsældarlisti Rásar 2 er leikinn á laugardögum milli klukkan 16 og 18 og geta allir tekið þátt í að velja hann. Þá er farið inn á www.ruv.is/topp30   og það lag kosið sem vel lætur í eyrum hlustenda, t.d. ef viðkomandi vill velja lagið Björt nótt og allt að 4 önnur lög. Hakað er við lögin sem eru hægra megin á síðunni, skrollar síðan niður og leggur saman summuna neðst og  síðan er atkvæðið sent. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að gera það fyrir klukkan 17.00 í dag.

Fleiri fréttir