Brautargengi í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
25.01.2017
kl. 15.44
Áformað er að halda námskeiðið Brautargengi í Skagafirði og mun það hefjast 1. febrúar. Um er að ræða námskeið fyrir konur sem vilja vinna að eigin viðskiptahugmynd í nýju eða starfandi fyrirtæki.
Helstu efnisþættir á námskeiðinu eru gerð viðskiptaáætlunar, stofnun fyrirtækis, stefnumótun, markaðsmál, fjármál og stjórnun. Upplýsingar og umsóknarform er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og er umsóknarfrestur til og með 30. janúar.
