Búist við margmenni í Reiðhöllinni í kvöld
Að sögn Eyþórs Jónassonar, reiðhallarstjóra á Sauðarkróki, búast menn þar á bæ við miklum fjölda manns á skemmtun í Reiðhöllina en búið að er taka glæsilegt hljóðkerfi á leigu til að tónlistaratriði njóti sín sem best.
-Við erum að leggja mikið í kvöldið. Við höfum tekið á leigu stórt og mikið hljóðkerfi þanngi að þau tónlistaratriði sem verða í boði koma til með að skila sér frábærlega vel. Það verður hörkusöngskemmtun að skagfirskum sið, fjöldasöngur, Abba og Fúsaleg Helgi auk þess sem við bjóðum upp á skeiðkeppni. Þá var að detta inn óvænt atriði eða tveir vígalegir stóðhestar í eigu Tryggva Björnssonar. Tryggvi og Siggi Sig munu sína hestana. Eftir skemmtunina verður síðan pöbbastemning og lifandi tónlisti í húsinu, segir Eyþór.