Deplar í áttunda sæti yfir bestu lúxushótelin

Deplar í Fljótum. Mynd: ÓAB
Deplar í Fljótum. Mynd: ÓAB

Hótelið Delpar Farm í Fljótum var valið áttunda besta lúxushótel heims af áskrifendum tímaritsins Condé Dast Traveler en að þessu sinni tók metfjöldi þátt í kosningunni. Deplar voru í hópi 50 hótela sem komust á listann en þátttakendur í atkvæðagreiðslunni heimsóttu um 10 þúsund hótel, sumardvalastaði og baðstofur við samantekt listans.

Viðskiptablaðið sagði frá þessu nýlega. Þar kemur fram að hótelin á listanum séu oft á afskekktum svæðum en bjóði upp á mikinn lúxus og svo hátt þjónustustig að meðallesendur sundli. Um Depla segir að það sé ekki hinn venjulegi bóndabær og staðurinn sé í eigu Eleven Experience, sem sé eitt áhugaverðasta hágæða ferðafyrirtæki í heiminum núna. Talin eru upp atriði eins og „tveir þyrlupallar, inni-, og útilaug upphituð með jarðhita, bar með borði við laugina, og setustofa með gluggum sem ná frá gólfi upp í loft, nútímalistaverkum og gríðarlegu útsýni.“

Talað er um stórbrotna fegurð og einna bestu þyrluskíða og veiðimöguleika sem völ er á í nágrenninu. Í umsögn blaðsins eru kostir eins og hreint loft, púðursnjór og hreinar, straumharðar og óbeislaðar laxveiðiár sagðir meðal þess sem geri Depla Farm einstakt.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir