Drengjaflokkur suður um helgina

 Drengjaflokkur Tindastóls leikur tvo leiki í Íslandsmótinu syðra á laugardag og sunnudag og meistaraflokkurinn spilar æfingaleiki á föstudag og sunnudag.

Drengjaflokksstrákarnir töpuðu með 10 stiga mun fyrir FSu í fyrsta leik sínum í Íslandsmótinu og nú um helgina halda þeir suður, þar sem þeir leika við Valsmenn kl. 18.00 á laugardag að Hlíðarenda og heimsækja síðan Blika í Smárann kl. 17.30 á sunnudag.

Meistaraflokkurinn tekur á móti Skallagrími á föstudagskvöld kl. 19.30, eða í æfingatíma meistaraflokksins. Liðin áttust við í Borgarnesi um síðustu helgi þar sem Tindastóll sigraði 72-66. Á sunnudag leikur meistaraflokkurinn síðan æfingaleik syðra við KR-inga.

Von er á Josh Rivers til landsins um helgina og verður hann því klár í slaginn í fyrsta leik gegn KFÍ á Ísafirði, fimmtudaginn 7. október

Fleiri fréttir