Drengurinn – Myndbrot frá bernsku

Út er kominn ritlingurinn Drengurinn þar sem Baldvin Jónsson frá Molastöðum hefur dregið upp í texta nokkur myndbrot úr æsku sinni, allt frá fyrstu minningu til fermingar. „Sá veruleiki sem hann ólst upp við á fyrri hluta síðustu aldar er víðsfjarri því umhverfi sem fólk býr við í dag. Þrátt fyrir það er hugarheimur barnsins líkur og áður þótt aðstæður séu gjörbreyttar,“ segir á baki ritsins.

Höfundurinn fæddist árið 1934 í Móskógum á Bökkum í Vestur-Fljótum. Árið 1940 fluttist fjölskyldan að Molastöðum í Austur-Fljótum og þar ólst Baldvin upp í stórum systkinahópi, áttundi í röð þrettán systkina. Nú býr Baldvin á Sauðárkróki. Hægt að nálgast ritið í Skagfirðingabúð, Hlíðarkaup og KS Varmahlíð en einnig er hægt að hafa samband við höfund.

Fleiri fréttir