Eftirlitsmenn með framleiðendum sjávarafurða óskast á Krókinn
Matvælastofnun hefur auglýst eftir tveimur starfsmönnum í fullt starf við eftirlit með framleiðslu sjávarafurða en starfsstöð þessara starfsmanna verður á Sauðárkróki. Starfsmennirnir munu heyra undir skrifstofu matvælaöryggis og neytendamála sem að öðru leyti hefur aðsetur í aðalskrifstofu MAST á Selfossi.
Matvælastofnun mun frá 1. mars 2011 taka yfir allt eftirlit með framleiðendum sjávarafurða sem að hluta til hefur verið í höndum faggiltra skoðunarstofa. Starfið mun útheimta umtalsverð ferðalög innanlands en helstu verkefni verða skoðanir hjá leyfishöfum, þ.e. landvinnslum, vinnslu-, frysti- og öðrum fiskiskipum, úttektir og eftirlit ásamt öðru.
Háskólamenntunar eða annarrar framhaldsmenntunar sem nýtist í starfi er krafist af umsækjendum sem og reynsla á sviði eftirlits með framleiðslu sjávarafurða byggt á HACCP aðferðafræðinni. Þá er þekking á lögum og gerðum EES um matvæli og fóður kostur.
Sjá nánar HÉR