Erindið Jólin og sorgin á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl. 18.
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
20.11.2025
kl. 11.42
klara@nyprent.is
Þau leiðu mistök urðu að röng auglýsing var sett í Sjónhorn vikunnar fyrir erindi á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember.
Frá Skagafjarðarprestakalli:
Á Löngumýri miðvikudaginn 26. nóvember kl.18 mun Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskyldufræðingur flytja erindið Jólin og sorgin.
Súpa, brauð og samfélag eftir stundina.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Fleiri fréttir
-
Álfhildur hyggst draga sig í hlé frá sveitarstjórnarmálum að loknu kjörtímabilinu
Það er kosningaár en kosið verður til sveitarstjórna þann 16. maí næstkomandi. Feykir hefur örlítið verið að grafast fyrir um framboðs- og listamál í Skagafirði og vonandi verður hægt að segja frá einhverju áður en langt um líður. Meðal annars hafði Feykir samband við Álfhildi Leifsdóttur, oddvita Vinstri grænna og óháðra, sem tjáði Feyki að hún hyggist draga sig í hlé.Meira -
Komu færandi hendi í prjónastund
Stjórnarkonur í Kvenfélaginu Björk á Hvammstanga komu aldeilis færandi hendi í prjónastund hjá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra nú á þessum fallega miðvikudagsmorgni. Þær færðu félaginu að gjöf 300 þúsund krónur til búnaðarkaupa í nýju Samfélagsmiðstöðina.Meira -
Söguleg stund í Evrópu
„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.Meira -
Bjarkarkonur í Húnaþingi vestra styrkja björgunarsveitina
Á Þrettándanum fékk Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga góða heimsókn í Húnabúð en þá komu konur í Kvenfélaginu Björk færandi hendi og afhentu sveitinni 500 þúsund krónur sem eiga að fara í Fyrstuhjálparbúnað og annan björgunarbúnað í nýjasta bíl sveitarinnar Húna 1, en Húni 1 er Toyota Landcruiser 250 sem sveitin fékk nýlega afhenta.Meira -
Stefán Vagn býður sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 07.01.2026 kl. 10.56 gunnhildur@feykir.isEftir töluverða yfirlegu og fjölmargar áskoranir hefur Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til varaformanns Framsóknarflokksins á komandi flokksþingi.Meira
