Eysteinn Ívar nýr blaðamaður Feykis

Eysteinn Ívar Guðbrandsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Feyki í sumar og hóf hann störf í dag. Eysteinn er fæddur árið 2001 sonur Guðbrands Jóns Guðbrandssonar og Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur

Eysteinn er nemi  á Félagsvísindabraut í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Hann hefur seinustu tvo vetur tekið viðtöl fyrir þáttinn Dominos Körfuboltakvöld sem sýndur er á Stöð 2 sport og einnig lýst leikjum í körfunni á Tindastólltv.

„Áhugamálin mín eru íþróttir, leika í leikritum, tónlist og fréttamennska. Ég hef verið mikið í kringum Leikfélag Sauðárkróks t.d. verið tæknimaður, sviðsmaður síðan hef ég leikið í sjö leikritum fyrir félagið og má ég þakka foreldrum mínum fyrir það að hafa tekið mig með sér á nánast allar leikæfingar sem þau hafa leikið í frá því ég man eftir mér. Einnig hef ég tekið þátt í skólaleikritum hjá Árskóla og síðan hjá Fjölbrautarskólanum,“ segir Eysteinn aðspurður um áhugamál sín.

Eysteinn mun skrifa fréttir í Feyki og Feyki.is, sinna frétta-og efnisöflun ásamt tilfallandi störfum. Netfang hans er bladamadur@feykir.is. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir