Feykir kannar hug lesenda til laganna í Söngvakeppninni

Unnsteinn, Ragnhildur Steinunn og Siggi stjórna Júróinu. Þetta verður eitthvað. SKJÁSKOT AF RÚV
Unnsteinn, Ragnhildur Steinunn og Siggi stjórna Júróinu. Þetta verður eitthvað. SKJÁSKOT AF RÚV

Þeir sem eru sökkerar fyrir netkönnunum geta nú tekið þátt í óvísindalegri könnun Feykis en spurt er hvert framlag Íslands verður í Eurovision sem fram fer í Bítlaborginni Liverpool í maí næstkomandi. Fimm lög keppa til úrslita annað kvöld (laugardag) í þráðbeinni útsendingu í Sjónvarpinu en þar munu snillingarnir Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Sigurður Þorri leiða landann í gegnum gleðisprengjusvæði Söngvakeppninnar.

Lögin fimm sem komin eru í úrslit eru eitísskotna danspoppið hinnar síkátu Siggu Ózkar, Dancing Lonely, þá mætir Bragi á svið með sína hálfsænsku laglegu ballöðu, Sometimes the World's Against You. Að loknu hléi færist fjör í leikinn að nýju því þá stökkva stuðboltarnir Celebs frá Suðureyri á svið með sitt B-52's skotna Doomsday Dancing, á eftir þeim kemur hin ferska Diljá og flytur orkubombuna Power. Síðastir á svið eru leðurklæddu rokkhetjurnar í Langa Sela og Skuggunum og syngja OK.

Samkvæmt veðbönkum er reiknað með sigri Langa Sela en það er ekkert öruggt í þessum vísindum líkt og sagan hefur sýnt fram á. Lögin fimm eru hin ágætustu og atriðin og sjóið sömuleiðis.

Það er því ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í könnun Feykis, ná sér í snakkið og hækka svo í Sjónvarpinu eða hvaða tæki verður nú brúkað til að fylgjast með gamninu. Áfram Ísland!

- - - - - 
P.S. Netkönnunina má finna á forsíðu Feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir