FeykirTV – Björn Jóhann heimsækir Bjarna Har
Björn Jóhann Björnsson var staddur á Króknum á dögunum og nýtti ferðina til að afhenda valinkunnu fólki bók sína - Skagfirskar Skemmtisögur. Hann kom við hjá Bjarna Har kaupmanni, en Bjarni Har er einn af fjölmörgum sem koma við sögu í bókinni. FeykirTV tók stutt spjall við Björn Jóhann og fylgdi honum eftir til Bjarna sem sagði okkur eina góða sögu í tilefni dagsins.
Hægt er að nálgast Skagfirskar Skemmtisögur í Skagfirðingabúð, KS Varmahlíð, hjá Bjarna Har, Eymundsson, Hagkaupum og víðar um land og má enginn láta þessa snilld fram hjá sér fara.
http://www.youtube.com/watch?v=_Ny4_QNdLiE&feature=youtu.be