Fjölmenni á jólahlaðborði Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Hann var þéttsetinn bekkurinn í Síkinu. MYNDIR: ÓAB
Hann var þéttsetinn bekkurinn í Síkinu. MYNDIR: ÓAB

Rótarýfélagar héldu uppteknum hætti og nú á laugardaginn var Skagfirðingum og nærsveitungum enn eina ferðina boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð í íþróttahúsinu á Króknum. Sjaldan eða aldrei hefur fjöldi gesta verið meiri og nokkuð ljóst að hlaðborðið góða er að verða að föstum lið hjá mörgum í upphafi aðventunnar. 

Vel á sjötta hundrað manns gæddur sér á hangikjöti og svínakjöti með öllu tilheyrandi, boðið var upp síld og rúgbrauð og að sjálfsögðu laufabrauðið. Venju samkvæmt var enginn aðgangseyrir en gafst gestum færi á að láta upphæð að eigin vali renna til góðs málefnis í nærsamfélaginu.

 

Frábært listafólk úr Nemendafélagi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra steig á svið og flutti nokkur lög úr söngleiknum rómaða, Mamma Mia, við góðar undirtektir gesta.

 

Þrátt fyrir lélegt skyggni og dimmviðri í Síkinu þá festust einhverjir á mynd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir