Fleiri dýralæknar á bakvakt á Norðurlandi vestra

Mynd af vef ast.is
Mynd af vef ast.is

Dýralæknum á bakvakt á Norðurlandi vestra hefur verið fjölgað um óákveðinn tíma úr einum í tvo af Matvælastofnun en reynslan sýnir að vaktsvæðið sé of víðfeðmt og illfært á veturna til að einn dýralæknir geti sinnt öllum útköllum, einkum þegar illa viðrar. Tilefnið var gul viðvörun vegna óveðurs.

Á vef Matvælastofnunar kemur fram að landinu sé skipt í vaktsvæði til að veita dýraeigendum aðgang að dýralæknum utan hefðbundins vinnutíma. Bakvaktirnar eru eingöngu fyrir neyðartilfelli sem koma upp og þola ekki bið. Vaktsvæðin og fjöldi dýralækna eru skilgreind í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Upplýsingar um bakvaktir dýralækna utan dagvinnutíma eru aðgengilegar á mast.is og geta dýraeigendur í neyðartilfellum flett upp dýralækni á vakt fyrir kl. 8:00 og eftir kl. 17:00 á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar og á frídögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir