FNV fær skilvindu að gjöf
Það segir á heimasíðu FNV að fleiri hafi komið færandi hendi en jólasveinarnir fyrir jólin því vélstjórarnir á Málmey og tæknistjóri FISK SEAFOOD komu í skólann og gáfu Vélstjórnarbraut FNV sjálfhreinsandi skilvindu af ALFA LAVAL gerð.
Tækið mun að sögn nýtast mjög vel í vélstjórnarnáminu og voru þeim færðar bestu þakkir fyrir.
Skólahald hefst aftur í FNV eftir jólafrí á morgun miðvikudaginn 5. janúar kl. 08:00 með afhendingu stundaskráa. Kennsla hefst svo skv. stundaskrá kl. 09:45. Heimavistin verður opnuð þriðjudaginn 4. janúar.