Formaður Dögunar í útgerð
Happafleyið Leiftur SK 136 frá Sauðárkróki hefur fengið nýja eigendur þar sem Jón Gísli Jóhannesson sjómaður á Hofsósi og Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra og formaður Dögunar hafa keypt það af Ragnari Sighvats útgerðamanni á Króknum.
Eignarhaldið á trillubátaútgerðinni Leiftri hefur verið í sömu fjölskyldunni í tæp 87 ár, að Aðalgötu 11 eða á Stöðinni eins og húsið er kallað. Stofnendur voru tveir frændur Ragnars, Pálmi Sighvats í föðurætt og hinn Hjörtur Laxdal í móðurætt.
Feykir náði tali af Sigurjóni sem segist eiga helminginn í bátnum á móti Jóni, en þessi fíni bátur er með veiðileyfi á grásleppu og verður gerður út á strandveiðum. „Báturinn er án kvóta en ég er viss um að kvótakerfið gefi brátt upp öndina í núverandi mynd þannig að ég hef ekki áhyggjur af því,“ segir Sigurjón og bætir við: „ Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta var að Jón Gísli félagi minn hafði mikinn áhuga á að eignast grásleppubát en vantaði meðeiganda og mér fannst tilvalið að vera með enda er Jón Gísli harðduglegur.