Frísklegt sjóbað á Þrettándanum

Sjósundkappar í Skagafirði efna til sjóbaðs eða sjósunds á Þrettándanum eða morgun fimmtudag við nýja Hafnargarðinn á Sauðárkróki

Eru þeir sem kjark og þor hafa beðnir að mæta við hafnargarðinn klukkan 16.15 á morgun en eftir að hafa farið í ískaldan sjóinn verður farði í sundlaugina á Sauðárkróki til að fá aftur yl í kroppinn. Spáin gerir ráð fyrir töluverðu frosti og því ljóst að Þrettándasundið verður ekki fyrir nema þá allra hraustustu.

Fleiri fréttir