Fullt af snjó á skíðasvæðinu
Þrátt fyrir sunnan strekking og rigningu er nægur snjór á skíðasvæði Tindastóls og að sögn Viggó Jónssonar, forstöðumanns, stefnir hann á að troða brautirnar fyrir helgi og opna svæðið aftur á föstudag.
Viggó segir að góð mæting hafi verið í stólinn um sl. helgi og sérstaklega hafi verið gleðilegt hversu margir lögðu á sig löng ferðalög til þess að komast á skíði.