Funda á um nýtt gólf

Byggðaráð Skagafjarðar hefur falið sveitastjóra að koma á fundi byggðaráðs með forsvarsmönnum körfuknattleiksdeildar Tindastóls og aðalstjórn félagsins um endurnýjun á gólfefni í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Eins og Feykir hefur áður greint frá er tímabilið í ár síðasta tímabilið sem félögum verður heimilt að leika heimaleiki sína í Úrvalsdeildinni í Körfubolta án þess að vera með parketgólf en á Sauðárkróki er dúkur á golf íþróttahússins.

Fleiri fréttir