Gestakokkur frá Grand hótel á Ólafshúsi

Á morgun laugardag verður Bjarni Gunnarsson, kokkur á Grand hótel, gestakokkur á Ólafshúsi. Í tilefni af því verður boðið upp á þriggja rétta draumamáltíð fyrir aðeins 3.900 kr.

Val er milli tveggja forrétta, aðalrétta og eftirrétta:

Hægelduð bleikja á asísku perumauki með piklaðri seljurót eða Tómatlöguð sjávarréttasúpa með hörpuskel og rækjum

Grillað lambafille með kartöfluköku, sætkartöflumauki og rósmaringljáa eða Saltfiskhnakki eldaður í rósmarín og hvítlauk með dill-kartöflumús og julianne-grænmeti.

Lime-tart með berja-compot eða Frönsk súkkulaðikaka með pekanhneturjóma og jarðaberjum

Upplagt tækifæri til að eiga notalega kvöldstund eða hefja gott kvöld sem gæti jafnvel endað á dansleik á Mælifelli.

/Fréttatilkynning

 

Fleiri fréttir