Gísli vill áfram póstþjónustu í Varmahlíð
Gísli Árnason, Vinstri grænum, telur illskiljanlegt að Byggðaráð hafni tillögu hans um að sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í því með öðrum sveitarfélögum að leita leiða til þess að snúa við úrskurðum Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi skerta póstþjónustu á landsbyggðinni.
Í bókun sinni á sveitarstjórnarfundi í gær minnir Gísli á það hlutverk Póst- og fjarskiptastofnunar, samkvæmt lögum um póstþjónustu, að tryggja að öllum notendum sem búa við sambærilegar aðstæður sé boðin eins þjónusta og hún sé veitt án mismununar.