GLEÐI - SÖNGUR - JASS - DRAUMUR

Tvennir tónleikar verða haldnir um næstu helgi þar sem Alexandra Chernyshova ásamt Draumaröddum Norðursins og einsöngvörum kórsins syngja margar þekktar perlur. Þeir Einar Bragi Bragason saxofónleikari, og Tomas Higgersson pianoleikari spila undir og Hilmir Jóhannesson verður kynnir.

Á efniskránni eru falleg lög eins og Over the Rainbow, Bring me to life, Ave Maria eftir G.Caccini, Somewhere and I feel pretty úr The West side story L.Bernstein, Besame mucho og mörg önnur þekkt lög.

  • Á laugardaginn verða tónleikar í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki kl. 16:00.
  • Á sunnudaginn verða tónleikar í Hofi á Akureyri kl. 16:00
  • Miðaverð er kr. 1300
  • Frítt fyrir grunnskólanemendur, eldri borgara og öryrkja.

 

Alexandra Chernyshova hefur vakið verðskuldaða athygli um allt land fyrir glæsilegan söng og mikinn metnað í uppfærslum Óperu Skagafjarðar á La Traviata og Rigoletto. Einar Bragi Bragason hefur leikið á saxafón og fleiri hljóðfæri með mörgum af þekkustu popphljómsveitum landsins eins og Stjórninni og núna skagfirsku sveitinni Von. Draumaraddir norðursins er stúlknakór 10-16 ára stúlkna af Norðurlandi vestra, og hafa þegar vakið athygli fyrir sönggæði, skemmtilegt lagaval og almennan metnað í verki.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra

Fleiri fréttir