Góð þátttaka á Grunnskólamóti UMSS
Frjálsíþróttaráð hélt Grunnskólamót UMSS fimmtudaginn 10. september s.l. á Sauðárkóksvelli. Góð þátttaka var á mótinu sem þótti takast vel.
Keppendur voru um 130, og komu frá Árskóla, Varmahlíðarskóla, Grunnskólanum Austan-Vatna auk góðra gesta frá Siglufirði. Mikið fjör og spennandi keppni og ástæða er til að þakka "veðurguðunum" og nemendum Íþróttabrautar FNV, sem veittu ómetanlega hjálp við mótið,segir á heimasíðu Tindastóls.
Úrslit mótsins er hægt að nálgast HÉR