Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
11.10.2025
kl. 23.01
Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.