Gönguþyrstir geta nú rölt með Ferðafélagi Skagafjarðar

Það er betra að vera vel skóaður í gönguferðum. Mynd: SÓG/skagafjordur.is
Það er betra að vera vel skóaður í gönguferðum. Mynd: SÓG/skagafjordur.is

Ferðafélag Skagafjarðar hefur gefið út ferðaáætlun sína fyrir sumarið. Á döfinni eru þrjár ferðir sem farnar verða á laugardögum og ýmsir áhugaverðir staðir heimsóttir, sögulega sem jarðfræðilega séð. Allir velkomnir.

Ferðaáætlun er sem hér segir: 

20. júní, laugardagur – Sumarsölstöður
Hefðbundin Jónsmessuganga í Glerhallavík. Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Gengið af stað kl. 21 frá Reykjabænum. Fjaran er grýtt og því góðir skór nauðsynlegir.
Fararstjóri: Hjalti Pálsson

8. ágúst, laugardagur – Söguferð í Húnaþing
Magnús Ólafsson sagnameistari á Sveinsstöðum fer með okkur á söguslóðir. Byrjað er á Þrístöpum. Hvað gerðist þar 12. janúar 1830? Síðan verður Borgarvirki skoðað, Vatnsendi og Hvítserkur. Því verður ekið fyrir Vatnsnes og komið við á Tjörn. Katadal og Illugastöðum. Fleira verður skoðað ef tími gefst til. Farið á einkabílum frá Faxatorgi kl 12. 

22. ágúst, laugardagur – Giljadalur
Gengið um Giljadal þar sem m.a. má sjá heilleg surtarbrandslög. Farið á einkabílum frá Faxatorgi kl 10.
Fararstjóri: Hjalti Pálsson.

Þátttakendum er bent á að vera vel búnir til fótanna.
Félagið áskilur sér rétt til að fella ferðir niður ef ekki viðrar sæmilega.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir