Grænn Senegal páfagaukur á sveimi
Um 18 í kvöld slapp Senegal páfagaukur út úr húsi í Raftahlíð á Sauðárkróki. Pási er stór og grænn og einstaklega gæfur. Ef einhver sér greyið á sveimi, eða nær honum er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband við eiganda fuglsins, Svavar Sigurðsson í síma 899-2090.
