Grafið í rafmagnsstreng

Sauðárkrókur varð straumlaus um tíma í morgun er grafið var í rafmagnsstreng þar sem vegaframkvæmdir fara fram á Strandgötu. Að sögn Sigurðar Ólasonar hjá RARIK fór rafmagnið einungis af bænum en Eyrin slapp fyrst um sinn. Síðar varð einnig rafmagnslaust þar og varaði rafmagnsleysið einna lengst á sláturhúsinu.

Að sögn Sigurðar ætti tjón ekki að vara mikið fyrir utan það þegar framleiðsla stöðvast í fyrirtækjum.

Fleiri fréttir