Grillað með Gutta og Ómari
-Við vorum mjög ánægð með kvöldið, sagði Jakob Frímann Þorsteinsson á Sauðárkróki eftir heimsókn Guðbjarts Hannessonar og Ómars Ragnarssonar á kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar fyrir helgi.
-Það komu um 30 manns í kosningamiðstöðina, Gutti og fleiri sáu um að grilla, Muni pabbi hennar Vöndu sá um að ljúft undirspil og allir tóku vel til matar sín.
Að sjálfsögðu steig Ómar á stokk og fór með gamanmál og sungið saman baráttulagið og
Guðbjartur brýndi mannskapinn fyrir lokasprettinn og fór yfir ýmis mál varðandi fortíð og framtíð.