Heiðursbúfræðingur gefur góða gjöf
Gísli Pálsson á Hofi er einn mörgum hollvinum Hólaskóla er Gísli Pálsson á Hofi. Gísli átti sinn þátt í uppbyggingu skóla og Staðar á síðustu áratugum liðinnar aldar. Gísli hefur nýverið gefið út ævisögu sína og í henni fær hann nokkra af samferðamönnum sínum til að leggja orð í belg.
Koma Hólar þar víða við sögu og má segja að bókin sé ákveðin heimild um þetta tímabil í sögu skólans. Meðal þeirra sem leggja efni til bókarinnar er Skúli Skúlason, Hólarektor. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Gísli lagði leið sína í Hóla á dögunum, þess erindis að færa Skúla eintak af bókinni. Þess má geta að Gísli er annar tveggja heiðursbúfræðinga Hólaskóla