Helga Þórsdóttir körfuknattleikskona ársins

Helga Þórsdóttir var valin körfuknattleikskona ársins af körfuknattleiksdeild Tindastóls og fékk viðurkenningu fyrir það á hófi sem haldið var á þriðjudagskvöldið. Helga er ein efnilegasta körfuknattleikskona Tindastóls og stundar þessa dagana æfingar með æfingahópi U-16 ára landsliðsins sunnan heiða.

Helga hefur verið lykilleikmaður í sínum aldursflokki og á bjarta framtíð fyrir sér í íþróttinni.

/Tindastóll.is

Fleiri fréttir